Reyndi Bjarni að blekkja Katrínu?
„Háttvirtur þingmaður spyr hér út í gögn sem ég hef ekki séð, bara svo það sé sagt.“
Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún svaraði Birgi Þórarinssyni Miðflokki. Birgir vitnaði til gagna sem hann hafði fengið afhent sem fulltrúi í fjárlaganefnd. Katrín vissi ekkert um gögnin, hafði ekki verið upplýst. Hún var sett í vægast sagt pínlega stöðu. Var það ætlun Bjarna Benediktsssonar? Hví var forsætisráðherra í svo aumri stöðu á Alþingi?
„Ég þakka háttvirtum þingmanni fyrirspurnina. Hann vitnar til viðbótargagna sem komið hafi á borð fjárlaganefndar frá Bankasýslu ríkisins og gefur til kynna að Bankasýslan leggi til að vanskilalán verði seld sérstaklega út úr Íslandsbanka. Það er ekki hluti af þeirri tillögu sem hefur verið á borði hæstvirts fjármálaráðherra sem snýst einfaldlega um að skrá fjórðungshlut Íslandsbanka á markað með opnum og gagnsæjum hætti,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún svaraði Birgi Þórarinssyni Miðflokki. Birgir vitnaði til gagna sem hann hafði fengið afhent sem fulltrúi í fjárlaganefnd. Katrín vissi ekkert um gögnin, hafði ekki verið upplýst. Hún var sett í vægast sagt pínlega stöðu. Var það ætlun Bjarna?