- Advertisement -

Reyna sættir í eigin röðum

Vaxandi spennan er innan bæjarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Langt virðist milli Ármanns Kr. Ólafssonar bæjarstjóra og þriggja bæjarfulltrúa um hvaða stefnu beri að taka varðandi myndun meirihluta.

Ármann vill halda áfram þar sem frá var horfið þar sem meirihluti síðasta kjörtímabils hélt velli, þó samtarfsflokkurinn hafi skipt um nafn fyrir kosningarnar. Þremenningarnir telja hins vegar nafnabreytingu jafngilda forsendubresti og vilja róa á ný mið.

Í miðju ófriðarbálinu sendu þremenningarnir frá sér yfirlýsingu þar sem þau segjast treysta Ármanni bæjarstjóra, en vilja samt engann veginn að hann ráði hvaða skref eigi að taka í myndun meirihluta.

Fundað er í dag þar sem reynt verður að komast úr þeim vanda sem Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi hefur komið sér í.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: