„Þó að það gangi ágætlega að tala þetta ofan í höfuðborgarbúana sem eru kannski ekki mikið inni í fiskveiðunum, að mér finnst, og reyndar kannski fólk á landsbyggðinni allri,“ sagði Ásmundur Friðriksson, á Alþingi, þegar talað var um hugsanlegt uppboð á heimildum til veiða á makríl.
„Það eru engar tengingar, hvorki við sjósókn né landbúnað, nú orðið í þessu landi. Fólk veit ekkert hvað er að gerast og heldur að útgerðin geti borgað endalaust. Þó að hún ráði við að borga veiðigjöld er ekki hægt að ganga endalaust að þessari atvinnugrein, ekki endalaust.“
Ásmundur sagði einnig: „Mér finnst gæta endalausrar gleði við að skatta og leggja á skatta endalaust og helst má ekki vera búið að veiða fiskinn áður en búið er að skattleggja hann. Við erum að baksa við að koma fram eldisfrumvarpi og þar skipta skattarnir líka mestu máli og þá er verið að tala um viðbótarskattana, veiðigjöldin. Það er rétt farið að slátra fyrstu löxunum af þessum 70 þús. tonnum sem við ætluðum að fara að vinna á hverju ári, og það þarf helst að leggja skatt á þá löngu áður en þeir hafa náð fullri stærð.“