Reykvíkingar borga hæstu veiðigjöldin
Guðjón Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar spurði Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra tveggja spurninga.
Hver er heildarfjárhæð innheimtra veiðigjalda samkvæmt lögum um veiðigjald, fiskveiðiárið 2015/2016? Svar óskast sundurliðað eftir heimilisfesti ætlaðra greiðenda, þ.e. eftir sveitarfélögum annars vegar og kjördæmum hins vegar.
Og svo, hver var heildarfjárhæð lækkana vegna vaxtakostnaðar við kaup á aflahlutdeildum samkvæmt ákvæði til bráðabirgða í lögum um veiðigjald fiskveiðiárið 2015/2016?
Í ljós kom að reykvískar útgerðuir borguðu mest, eða tæplega hálf annan milljarð, næst komu útgerðir í Vestmannaeyjum, með rúman milljarð og síðan í Fjarðabyggð, með 927 milljónir.
Útgerðir í Snæfellsbæ fengu mestan afslátt vegna skuldsetninga við kvótakaup, eða um 170 milljónir. Garðurinn kemur næstur með tæpar 120 milljónir.
Afritaðu og límdu þessa vefslóð í WordPress vefinn þinn til þess að fella inn
Afritaðu og límdu þennan kóða yfir í vefinn þinn til þess að fella inn