- Advertisement -

Reykjavíkurborg mokar upp Vatnsmýrina

- það segja fulltrúar minnihlutans en meirihlutinn vegna bygginga í Vatnsmýrinni. Meirihlutinn segir að unnt sé að bregðast við „hugsanlega neikvæðum áhrifum á vatnafar“.

„Aðilar frá Verkfræðistofunni Vatnaskilum komu og fóru yfir vatnsbúskap Vatnsmýrarinnar. Af kynningunni að dæma virðast óafturkræfar byggingaframkvæmdir á svæðinu hafa mikil áhrif á vatnsbúskap Vatnsmýrarinnar. Vatnsmýrin á sér stað í hjarta Reykvíkinga. Það er mikið ábyrgðarleysi umhverfislega séð af borgaryfirvöldum að leyfa uppbyggingu á þessu svæði sérstaklega í ljósi þess að stefna stjórnvalda er að viðhalda og hreyfa ekki við mýrum og öðru votlendi. Meðan önnur sveitarfélög undirbúa aðgerðir við að moka ofan í skurði á mýrarsvæðum þá mokar Reykjavíkurborg upp Vatnsmýrina með ómældum áhrifum á losun gróðurhúsalofttegunda. Staðbundin áhrif eru komin fram á Hlíðarenda. Lýsum við þungum áhyggjum af ástandinu og þróuninni á svæðinu sem sannar að Reykjavíkurborg hefur misst forystuhlutverk sitt í umhverfismálum,“ segir í bókun þeirra.

Fulltrúar meirihlutans hafa ekki sömu áhyggjur af Vatnsmýrinni:

„Í deiliskipulagi Hlíðarendasvæðisins er gert ráð fyrir vöktun vatnsstrauma á svæðinu. Með vöktuninni má bregðast við „hugsanlega neikvæðum áhrifum á vatnafar“, eins og það er orðað í deiliskipulaginu, með skjótum hætti. Áður en framkvæmdir hófust lágu fyrir rannsóknir á jarðvegi og grunnvatnsstöðu, eins og deiliskipulagið gerir ráð fyrir. Leiðarljós deiliskipulagsvinnunnar er metnaðarfullt markmið aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030 um samfellt votlendi og útivistarsvæði sem tengist Reykjavíkurtjörn og styrkir aðrennsli Tjarnarinnar. Reykjavík er leiðandi sveitarfélag í vatnafarsrannsóknum, blágrænum ofanvatnslausnum og metnaðarfullum áætlunum um endurheimt votlendis.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: