- Advertisement -

Reykjavíkurborg – Famkvæmdir í annað sinn á 3 árum í Hafnarstrætinu

Þeim er bara algjörlega alveg sama hvaða áhrif þetta hefur á fyrirtækin við götuna.

Ölöf Jakobsdóttir vekur þetta til máls á Facebook síðu sinni vegna framkvæmda Reykjavíkurborgar á Hafnargötunni í annað sinn á þremur árum. Foreldrar Ólafar, Jakob H. Magnússon og Valgerður Jóhannsdóttir hafa rekið veitingarstaðinn Hornið í nær 40 ár ásamt börnum sínum.

Hér má sjá pistill Ólafar í heild sinni. 

Reykjavíkurborg ákvað í annað skipti á 3 árum að fara í framkvæmdir í Hafnarstrætinu, sem er gott og blessað.      Þeir ætla að setja hita í alla götuna hjá hótelinu sem þar rís og einhvern gosbrunn og eitthvað hef ég heyrt, annars er ekkert staðfest með gosbrunninn, en allavega er þetta allt vegna þess að þeir eru að leggja hita í götuna og gangstéttina sem var öll löguð og breikkuð fyrir minna en 3 árum.
Áður en hafist var handa sendu þeir bréf, þeir ráðfærðu sig ekki við einn eða neinn hjá okkur, töluðu örugglega við hótelið og pósthúsið og Hitt húsið en ekki okkur, bara sendu bréf þar sem þessar framkvæmdir voru tilkynntar og hvenær þær hefjast og enda með myndum til útskýringa.
Morgunninn sem þetta byrjar mæta þeir svo og setja járngirðingu alveg upp við gluggana hjá okkur, loka starfsmannainnganginum hjá okkur sem er líka inngangur fyrir fyrirtækin sem starfa í húsinu, Grapevine, Lóaboratorium og Netop films t.d.
Þeir bara rústa öllu og loka götunni. Amen.
Tala ekki við kóng né prest, þeim er bara algjörlega alveg sama hvaða áhrif þetta hefur á umhverfið, fyrirtækin og fólkið.

Við í okkar húsi við Hafnarstrætið erum ósköp æðrulaus og í góðum gír gagnvart þessu, þó svo að tvær svona framkvæmdir á stuttum tíma sé eitthvað sem tekur pínu á.  Við munum t.d ekki ná að hafa útiborð í sumar á Horninu sem okkur þykir heldur glatað. En sem fyrr segir erum við orðin miklu vön að vera þarna í bænum.
En þetta verður örugglega rosa fínt þegar þetta er búið, sem er mottóið okkar alla daga allan daginn.
Þeir hafa lokað götunni, þessari götu sem sendibílstjórar nota hvað mest til að leggja og ferma í fyrirtækin í kring og þar með aðgengi að vörumóttökunni okkar.
Þetta föttuðu þeir eftir á (þegar við vorum búin að benda þeim á það) og ákváðu þá að setja hlið og leyfa gangandi að komast inn á vinnusvæðið og þaðan inn innganginn. Þetta bjargar engu hvað vörumóttöku varðar. Sendibílarnir, risastórir hafa engann stað til að leggja nema lengst í burtu og þaðan geta þeir rúllað á trillum mörg hundruð lítrum af drykkjum og pizzasósu og svona en varla halda þeir á þessu yfir grýttan hættulegan malarveg/drullupoll og þannig inn til okkar. Þetta veldur því að annaðhvort fáum við ekki vörur eða þær koma vitlausu meginn inn og skila sér ekki á réttan stað.
Við borgum fyrirtækjum mörg þúsundir í sendingakostnað en samt skilar varan sér ekki, hún skilar sér inn í hús en mörg tugi kílóa hveitipokar og annað endar á röngum stöðum í húsinu og viðkomandi sendingaaðilar algjörlega og skiljanlega komnir með upp í kok og neita að labba upp milljón auka stiga og vesen bara vegna þess að borginni datt í hug að gera eitthvað sem þeir ráðfærðu sig ekki við neinn um.

Er þetta í lagi?
Afhverju er svona flókið að vera kurteis og næs og koma til þeirra sem reka fyrirtækin og spjalla saman?
Gera þeir sér grein fyrir að þetta getur verið tekjutap fyrir fyrirtæki, og ætla þeir að bera ábyrgð á því?
Hvernig heldur borgin að með aukningu á verslunum og þjónustu sé svarið að loka götum, gera sumargötur og láta svona við þá sem rembast við að reka fyrirtæki í bænum.
Pabbi minn og við fjölskyldan höfum rekið veitingahús sem hefur verið borginni til sóma í að verða 40 ár og þessi framkoma er út í hött.
Hér með langar okkur að bjóða þeim sem skipulögðu þessar framkvæmdir fyrir utan hjá okkur og bara almennt skipuleggja þessa vitleysu sem miðbærinn er orðin að sitja hjá okkur í kaffi frá klukkan 10-14 á þriðjudaginn næsta þegar stór sendingadagur er í miðbænum og fylgjst með kaosinu sem þeir hafa búið til, fylgjast með sendibílunum sem fá takmarkaðan tíma troða sér inn einstefnur, bakka á ljósastaura og horfa á hvað þetta fólk þarf að rogast með langar vegalendir og leggja á sig til að koma vörum í fyrirtæki.
Fylgjast með fólkinnu sem keyrir ólöglega inn allar götur endalaust og leggur ólöglega í einkastæði og á gangstéttir út um allt. (sbr lögreglan í okkar stæði)
Svo vil ég endilega að þeir beri upp hveitipokana og gosið fyrir okkur, pabbi minn á ekki að þurfa að gera það bara afþví einhverjum verkfræðingi á skrifstofu útí bæ datt það í hug.
Fegrum bæinn, og gerum hann flottan fyrir gangandi vegfarendur og alla túristana bara endilega.
En gerum það í samvinnu og gerum það rétt.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: