- Advertisement -

Reykjavík verði áfram ódýrust

Stjórnmál „Meirihlutinn leggur áherslu á sjálfbæran rekstur borgarsjóðs þar sem tekjur eru í samræmi við útgjöld,“ segir í bókun meirihlutans í Reykjavík, samhliða fjárhagsáætlun borgarinnar.

„Hófstillt hagræðingarkrafa er leiðarljós borgarráðs í þeirri útfærslu á hagræðingu sem framundan er. Þar verður staðinn vörður um grunnþjónustu og barnafjölskyldur auk þess að leitast verður við að minnka húsnæðiskostnað, ná fram hagstæðari innkaupum og gæta aðhalds í starfsmannamálum. Við gerum ráð fyrir jákvæðum viðsnúningi í rekstri borgarinnar á næsta ári og fyrir árið 2018 verði markmiðum um sjálfbæran rekstur náð. Á næsta ári er gert ráð fyrir að lækka leikskólagjöld enn frekar, fullnýta laus leikskólapláss fyrir yngri börn og tryggja að þegar allt er lagt saman verði áfram ódýrast fyrir barnafjölskyldur að búa í Reykjavík og borgarbúar búi við góða grunnþjónustu í mannvænu samfélagi.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: