- Advertisement -

Reykjavík: Framsókn fær ekki neitt

Reykjavíkur ver milljónum króna til stjórnmálaflokka, en Framsókn fellur af listanum.

Framsóknarflokkurinn fær nú ekki krónu í fjárframlag frá Reykjavíkurborg. Það er vegna þess að Framsókn missti þá tvo menn sem Framsókn og flugvallavinir hafði kjörna og fékk aðeins 3,17 prósent fylgi í síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn fær mest eða 4,3 milljónir enda stærstur með 8 menn kjörna.

Alls ver borgin 24 milljónum til þessu ári. Átta flokkar náðu kjöri í borgarstjórnarkosningunum í maí. Vinstri græn fá tæpar 650 þúsund krónur, þrátt fyrir að hafa ekki uppfyllt  skilyrði um fimm prósenta fylgi. Vg fengu einn mann kjörinn og fá því pening.

Borgin greiðir tvisvar á ári. Átta flokkar náðu kjöri í borgarstjórnarkosningunum í maí. Samfylkingin, flokkur borgarstjóra, fær tæpar 3,7 milljónir, Píratar rúma milljón og Miðflokkurinn  867 þúsund krónur. Sósíalistaflokkurinn fær úthlutað 900 þúsund krónum, Flokkur fólksins 601 þúsund krónum og Viðreisn 1,1 milljón  Samtals nema fjárframlög Reykjavíkurborgar til stjórnmálaflokka á seinni hluta þessa árs því rúmum 13,2 milljónum.

Sem fyrr segir fær Framsókn ekkert núna. Aðrir sem fá ekki eina krónu eru; Íslenska þjóðfylkingin, Höfuðborgarlistinn, Kvennahreyfingin, Borgin okkar, Alþýðufylkingin, Karlalistinn og Frelsisflokkurinn.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: