- Advertisement -

Reykjavík er langdýrasta borgin

- aðeins Osló er nærri Reykjavík þegar verðlag á Norðurlöndunum er borið saman. Reykjavík mælist sífellt hærra á listanum og er nú áttunda dýrasta borg veraldar.

Merkar upplýsingar er að sjá í Hagsjá Landsbankans. Þar kemuir fram að þegar litið er til framfærslukostnaðar höfuðborga Norðurlandanna að Reykjavík er langdýrasta borg Norðurlanda, og hafa hún og Osló nokkra sérstöðu. „Sé miðað við New York eru Reykjavík og Osló mun hærri en í hinum borgunum þremur er framfærslukostnaður lægri en í New York,“ segir þar.

Erfiður samanburður

Í Hagsjánni segir að samanburður verðlags og annarra stærða á milli landa sé ekki auðveldur og margt skipti þar máli. „Enginn samanburður er fullkominn og nær alltaf er hægt að benda á atriði sem orka tvímælis. Hægt er að nálgast samanburð á milli landa víða. Í þessu sambandi er hægt að velja á milli þess að sækja grunngögn til aðila eins og OECD og Eurostat eða þá að skoða sérstaklega unnin gögn frá einkafyrirtækjum.  Einn slíkur er gagnagrunnur Numbeo sem skoðar ýmsar hagstærðir og ber saman á milli landa. Numbeo fylgist meðal annars með framfærslukostnaði í u.þ.b. 6.500 borgum í heiminum og ber þær saman. Aðferðafræðin er að setja kostnað í New York sem 100 á hverjum tíma og miða aðrar borgir við þá tölu. Samkvæmt nýjustu tölum er Reykjavík í 8. sæti meðal allra þessara borga hvað hæstan framfærslukostnað varðar.“

Dýrt í Sviss

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ef nýjustu tölur Numbeo eru skoðaður sést að Zürich í Sviss er dýrasta borgin á listanum og þar er framfærslukostnaðurinn 50% hærri en í New York,“ segir í Hagsjánni. „Hamilton á Bermúda er næst í röðinni og fimm næstu borgir eru allar í Sviss. Þá kemur Reykjavík í 8. sæti með rúmlega 30% hærri framfærslukostnað en New York og síðan eru fjórar norskar borgir í 10.-13. sæti. Það er því einungis Hamilton sem kemst upp á milli EFTA-landanna þriggja, Sviss, Íslands og Noregs í 13 efstu sætunum.

Sé litið á höfuðborgir Norðurlandanna sést að Reykjavík er langdýrasta borgin og hafa hún og Osló nokkra sérstöðu. Í hinum þremur borgunum er framfærslukostnaður lægri en í New York.“

Gosflaska í Olís.
315 krónur fyrir hálfan lítra.

Reykjavík sífellt ofar á listanum

Hagsjáin rekur hvernig staða Reykjavíkur hefur breyst. „Á árinu 2011 var Reykjavík í 61. sæti á lista þessara borga hvað varðar framfærslukostnað. Síðan hefur borgin klifrað upp listann og var í 28. sæti 2016 og er í 8. sæti miðað við síðustu tölur. Samanburðurinn við New York breyttist mikið milli 2016 og 2017, Reykjavík var 4% ódýrari 2016 en er 31% dýrari í dag. Þarna skiptir sambandið á milli krónunnar og dollars miklu máli. Reykjavík var í 8. sæti á listanum hvað verð á matvöru varðar, dýrust borga á Norðurlöndunum. Skammt á eftir kom Osló í 13. sæti og Stokkhólmur kom langt þar á eftir í 68. sæti. Ísland og Noregur hafa því mikla sérstöðu meðal Norðurlandanna í þessum samanburði.“

Líka á veitingastöðum

„Sé verðlag á veitingahúsum skoðað sést að Hamilton á Bermúda er dýrasta borgin og síðan Zug í Sviss. Þar á eftir koma Stavanger og Reykjavík. Kaupmannahöfn er í 14. sæti. Af 13 efstu sætunum eru allar borgirnar ýmist á Íslandi, í Noregi og Sviss fyrir utan Hamilton sem er í fyrsta sæti,“ segir í Hagsjánni.

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: