Reykvíkingar geta hvorki séð hafið né Esjuna.
„Nú skal unga fólkinu komið fyrir í skúrum og bílageymslum á baklóðum borgarinnar, en stórfyrirtækjum og byggingarverktökum afhentar allar góðar byggingalóðir miðborgarinnar. Öll miðborgin er orðin að einu stóru Skuggasundi, þar sem aldrei sést til sólar og Reykvíkingar geta hvorki séð hafið né Esjuna, fjall Reykjavíkur. Að sjálfsögðu hefur enginn venjulegur borgari efni á að kaupa íbúðir miðborgarinnar sem eru til sölu á margföldu verði,“ skrifar Sveinn R. Eyjólfsson, fyrrum útgefandi DV, í Moggann í dag.
Grein Sveins er löng og hann kemur víða við.
„Núverandi borgarstjóri ætlar sem sagt, með stuðningi fulltrúa „Viðreisnar“ og „Pírata“ í borgarstjórn, að fara þá leið að endurvekja ástand eftirstríðsáranna í búsetumálum Reykvíkinga. Nú skulu sem flestir hljóta örlög „Guðrúnar í skúrnum“,“ skrifar hann.