- Advertisement -

Rétttrúnaður og feðraveldisþvæla í íslenskum femínistum

„Hvað eru rétt hugtök, Haukur? Það þarf engan sérfræðing til að sjá bullið í þessu og það verður ekkert merkilegra þótt vísað sé í einhvern rétttrúnað úti í Evrópu og feðraveldisþvæluna í íslenskum femínistum,“ skrifar Brynjar Níelsson á Facebook. Tilefni viðbragða þingmannsins er bók Hauks Arnþórssonar.

Haukur sér ástæðu til að skrifa:

„Það hefur komið mér á óvart hvað margir fjalla um kynbundið ofbeldi á Alþingi – hér á félagsmiðlum – án þess að vita hvað ég skrifa um það. Í blöðunum eru einkum fyrirsagnir og eins og allir vita erfitt að mynda sér rökstutt álit eftir lestur þeirra einvörðungu. Málinu eru nefnilega gerð góð skil í bók minni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ég sé að ýmislegt pirrar fólk s.s. notkun orðsins ofbeldi. Því er til að svara að á alþjóðavettvangi er talað um ofbeldi. Istanbúl-samningur Evrópuráðsins skilgreinir síðan hvað kynbundið og kynferðislegt ofbeldi er. Hann var staðfestur af Íslandi í fyrra og ætti að vera lifandi vopn í höndum jafnréttissinna (meðal alþingismanna) og femínista. Ekki er hægt að fjalla fræðilega um málið án þess að nota rétt hugtök.

Þá er það ekki svo að ofbeldi gagnvart þingkonum detti af himnum ofan. Í ítarlegu máli er sýnt fram á það með gögnum úr gagnagrunni Alþingis í bók minni að aðstaða kvenna á Alþingi er erfið og þær eru í stjórnmálum að einhverju leyti á forsendum feðraveldis.

Ég hvet þá sem ætla að hjóla í rannsóknina til þess að lesa bókina fyrst – annars er eins og menn séu að berjast við vindmyllur – eða hvernig geta menn svarað málefnalega því sem menn hafa ekki kynnt sér?“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: