- Advertisement -

Réttindi fólks verða ekki skert

Fyrirtæki standa misvel.

„Undanfarnar vikur hefur verið rætt hvort launafólk eigi að taka á sig enn frekari kjaraskerðingar til að bjarga fyrirtækjum. Innan ASÍ hefur verið fjallað um ýmsar tillögur með það að markmiði að axla ábyrgð á erfiðum tímum en standa vörð um kjör og réttindi launafólks bæði nú og til framtíðar. Eftir því sem tíminn líður verð ég og flestir félagar mínir enn sannfærðari um að nú sé ekki tími til að gefa eftir. Hvorki af launum né réttindum,“ segir meðal annars í grein Drífu Snædal, forseta ASÍ.

„Fyrirtæki standa misvel. Mörg hafa átt góða tíma síðustu ár og eigendur hafa notið hárra arðgreiðslna. Önnur hafa barist í bökkum og verða núna fyrir algjöru tekjufalli. Einhver fyrirtæki geta dregið tímabundið saman seglin og önnur munu auka við framleiðslu sína.

Tími aðgerða án tillits til stöðu einstaklinga og fyrirtækja er liðinn og nú þarf að sníða úrræðin þannig að þau þjóni okkur öllum til langs tíma. Það verður ekki liðið að fyrirtæki sæki í skjól ríkisins til að maka krókinn á meðan heimili og einstaklingar sitja uppi með kostnaðinn af efnahagsþrengingunum. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að stuðningur við fyrirtæki sé skilyrtur. Í fyrsta lagi við að þau þurfi raunverulega á stuðningi að halda og í öðru lagi að þau afsali sér arðgreiðslum. Það er líka sjálfsögð krafa til framtíðar að fyrirtæki hafi borð fyrir báru áður en til arðgreiðslna kemur. Geti til dæmis borið launakostnað í sex mánuði.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: