Biðin eftir endalokum heimsfaraldursins verður erfiðari fyrir keppinautana að mati forstjóri Play. Rekstur félagsins kostar tugi milljóna á mánuði.
Upphaflega átti Play að hefja flugrekstur í byrjun þessa árs en þá tókst ekki að ljúka fjármögnun félagsins. Útbreiðsla kórónuveirunnar setti áformin út af sporinu stuttu síðar en í sumarbyrjun bundu forráðamenn Play vonir við að jómfrúarferðin yrði farin nú í haust.
Í ágúst hafði Túristi það svo eftir Arnari Má Magnússyni, forstjóra Play, að líklega yrði beðið lengur með að hefja áætlunarflug.