Stjórnmál Það er með ólíkindum að Bjarni Benediktsson skuli enn vera formaður Sjálfstæðisflokksins. Ósætti innan flokks er okkur öllum ljóst. Í nýlegu viðtali sagðist varaformaðurinn, Þórdís K.R. Gylfadóttir vilja að flokkurinn færi sig vel til hægri. Ljóst er þá að milli formanns og varaformanns er skoðanamunur.
Mörg okkar grunar að Bjarna sé sama hver stefnan er meðan flokkurinn er mesti valdaflokkurinn. Ráði því sem hann vill ráða. Meðan svo er skiptir Bjarna ekki svo miklu hvort flokkurinn fari lengra til hægri eða lengra til vinstri. Allt snúist þetta um völd
Meðan staðan er þessi virkar hinn gamli og freki valdaflokkur sem rekald. Að óbreyttu verður hann vart skugginn af sjálfum sér eftir næstu kosningar. Þá verður Bjarni horfinn til annarra starfa.
Endurreisnin verður annarra en hans.