- Advertisement -

Reiður Sjálfstæðismaður í útvarpinu

„Rantar og rífur sig eins og allt nema ysta hægri hreinlega drepi atvinnulífið og varpi hræinu út í ysta haf.“

„Það er reiður Sjálfstæðismaður í útvarpinu mínu. Fer mikinn. Talar hátt og hratt. Virðist alveg brjálaður að hans fólk skuli ekki fá að ráða. Það er einhver kunnuglegur tónn í þessu. Í stað þess að sýna jólaskap og kæti og óska nýrri ríkisstjórn velgengni, svona í anda jóla og almennrar jákvæðni, er hann alveg rasandi,“ skrifaði Svavar Knútur tónlistamaður.

„Rantar og rífur sig eins og allt nema ysta hægri hreinlega drepi atvinnulífið og varpi hræinu út í ysta haf. Að öll skattlagning á ríkasta prósentið setji samfélagið einfaldlega á hliðina. Milljarðafólkið megi einfaldlega ekki við svona blóðtöku. Höggvi þar sá er hlífa skyldi.

Ekki hefur hann mikla trú á því öfluga atvinnulífi sem hægriöflin hreykja sér af því að hafa byggt upp síðasta rúma áratuginn í ríkisstjórn, ef það hriktir í því við minnstu rjómafleytingu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Heimtufrekjan skín dálítið í gegn. Þetta er nett opinberandi. Einhver fráhvarfseinkenni í gangi,“ skrifaði Svavar Knútur.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: