- Advertisement -

Reiðilesturinn reitir fylgið af Pírötum

Gunnar Smári skrifar:

Hér er það helst að frétta að Píratar misstu mikið fylgi í sumar, og er líklegasta ástæðan reiðilestur þingmanna yfir Birgittu Jónsdóttur. Píratar hafa ekki mælst með minna fylgi á kjörtímabilinu, mældust nærri þessu fylgi rétt fyrir kosningar í október 2017 en síðan þarf að fara aftur til nóvember 2014 til að finna minna fylgi hjá Pírötum. Fylgistapið frá síðustu könnun jafngildir þremur þingmönnum. Breytingar á fylgi annarra flokka er innan skekkjumarka; fylgið sem Píratar missa virðist dreifast hingað og þangað.

Ef þetta yrði niðurstöður kosninga væri ríkisstjórnin fallin; missti sex þingmenn og fengi aðeins 29 þingmenn. Það eru ekki margar augljósar ríkisstjórnir í þessum spilum: ný-viðreisn með DCS fengi 34 þingmanna meirihluta, Reykjavíkurmeirihluti (SCPV) er með sama þingmannafjölda og samanlagður fjórflokkur (DBSV) er með 40 þingmenn.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: