- Advertisement -

Reiðhjólaleigur verða í Reykjavík

Samfélag „. Ég brenn fyrir þessu verkefni,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri um verðandi reiðhjólaleigur í Reykjavík. „Í því felst hvatning til vistvænna samgöngumáta og hollrar hreyfingar og er hluti af því að búa til betri borg. Hjólaleigur geta líka verið dæmi um deilihagkerfið sem hefur verið mikið til umræðu þar sem áskrifendur eiga hundruði hjóla saman. Það eru nokkuð mörg ár síðan þetta var prófað fyrst erlendis en nú hafa borgirnar slípað til vankanta og því vonandi ekkert til fyrirstöðu að Reykjavík bætist í ört stækkandi hóp hjólaleiguborga!“

Þetta er að verða að veruleika: „Við stofnuðum starfshóp um reiðhjólaleigur í Reykjavík í borgarráði í morgun. Áform um reiðhjólaleigur eru í samstarfssáttmála meirihlutans. Hópurinn hefur það hlutverk að útfæra nánar með hvaða hætti er best að gera þetta.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: