- Advertisement -

Regína bæjarstjóri fékk fyrsta fiskinn

Gullfoss, nýr hvalaskoðunar- og sjóstangveiðibátur á Akranesi, fór í jómfrúarferð sína í gær, við lok Írskra daga. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri var með í för og landaði hún fyrsta fiskinum um borð. „Hún veiddi þónokkra fiska, tók tvo makríla í hali og veiddi þorsk líka,“ segir Gunnar Leifur Stefánsson einn eigenda Gullfoss. „Það var mokveiði hjá öllum. Báturinn kemur vel út og allir voru ánægðir. Svo grilluðum við aflann á heimleiðinni,“ sagði Gunnar. Frá þessu segir á vef Skessuhorns, skesshorn.is.

Gullfoss verður eini báturinn hér á landi sem býður upp á blöndu af sjóstangveiði og hvalaskoðun, en hann tekur 100 farþega og 25 veiðistangir eru um borð. Í þessari fyrstu ferð veiddust tugir fiska; ýsa, þorskur, ufsi og makríll sem nýlega er genginn hér inn á veiðislóð. „Við sigldum bara rétt út fyrir höfnina. Hér við Akranes er alls staðar fiskur og sérstaklega mikið af makríl. Hvalurinn er svo hérna rétt fyrir utan.“

 

Sjá nánar hér.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: