- Advertisement -

Refsileysi býr til hvata til launaþjófnaðar

„Sorg­legt er að sjá fram­kvæmda­stjóra Sam­taka at­vinnu­lífs­ins á síðum Morg­un­blaðsins gera lítið úr þess­um staðreynd­um og upp­nefna það „ómál­efna­legt“ og „veru­leikafirrt“ að vekja at­hygli á þeim. Fyr­ir fólk á lægstu laun­um er launaþjófnaður ekki aðeins sár niður­læg­ing held­ur efna­hags­legt stór­tjón. Meðal­upp­hæð launakröfu sem Efl­ing setti í inn­heimtu árið 2019 er yfir hálf millj­ón. Það seg­ir sig sjálft hvað slík upp­hæð þýðir fyr­ir lág­launa­mann­eskju,“ segir í grein sem Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Ingólfur B. Jónsson, aðstoðarsviðsstjóri kjara­mála­sviðs, Eflingar skrifa í Moggann í dag.

Þau svarar þar einstakri grein Halldórs Benjamíns Þorbergssonar frá því gær.

„Óprúttn­ir at­vinnu­rek­end­ur hafa lært inn á þetta kerfi. Þeir nýta sér æ grimm­ar þann fjár­hags­lega hvata til launaþjófnaðar sem refsi­leysið býr til. Heild­ar­upp­hæð launakrafna Efl­ing­ar hef­ur vaxið um 40% á ári síðustu fimm ár. Launaþjófnaður á ís­lensk­um vinnu­markaði er í veld­is­vexti. Nú er svo komið að kröf­urn­ar nema um millj­ón á dag. Hafa ber í huga að þetta eru ein­göngu til­kynnt brot og sterk­ar vís­bend­ing­ar eru um að marg­ir fé­lags­menn veigri sér við að leita rétt­ar síns af ótta við upp­sögn,“ segir í greininni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hér að neðan má lesa alla grein þeirra Sólveigar Önnu og Ingólfs:

Í dag starf­ræk­ir Efl­ing – stétt­ar­fé­lag tíu manna deild, kjara­mála­svið, sem sinn­ir því verk­efni að aðstoða fé­lags­menn vegna rétt­inda­brota sem þeir verða fyr­ir á vinnu­markaði. Á síðasta árs­fjórðungi, eða í júlí, ág­úst og sept­em­ber 2020, tók kjara­mála­svið við yfir 3.500 sím­töl­um frá fé­lags­mönn­um, 1.300 tölvupóstum og tæp­lega 700 heim­sókn­um á skrif­stof­ur fé­lags­ins.

Kjara­mála­svið sinn­ir einnig fræðslu, vinnustaðaeft­ir­liti og öðrum verk­efn­um, en meg­in­verk­efni þess er að aðstoða fé­lags­menn við gerð launakrafna. Launakrafa er gerð þegar laun hafa verið van­greidd eða önn­ur kjara­samn­ings­bund­in rétt­indi ekki virt til fulls. Al­geng brot eru til dæm­is þegar vakta­álag er rang­lega greitt í stað yf­ir­vinnu­álags, áunnið or­lof er ekki gert upp við starfs­lok, des­em­berupp­bót er ekki greidd og svo mætti lengi telja.

Á síðasta árs­fjórðungi skráði kjara­mála­svið yfir 260 ný mál sem varða ýmis rétt­inda­brot. Þar af voru 87 launakröf­ur að heild­ar­upp­hæð rúm­ar 65 millj­ón­ir. Nokkr­ir af þeim at­vinnu­rek­end­um sem kröf­urn­ar snúa að eru með meira en tíu opn­ar launakröf­ur, en sjá má nöfn þess­ara fyr­ir­tækja og heild­ar­upp­hæðir krafna á heimasíðu Efl­ing­ar í ný­út­gef­inni árs­fjórðungs­skýrslu kjara­mála­sviðs.

Þess­ar kröf­ur end­ur­spegla raun­veru­leg brot á rétt­ind­um fé­lags­manna, ekki mis­tök í launa­bók­haldi sem flest­ir at­vinnu­rek­end­ur ná að leiðrétta án af­skipta stétt­ar­fé­lags. Efl­ing send­ir ekki út launakröf­ur fyr­ir hönd fé­lags­manna nema þær séu studd­ar gögn­um á borð við ráðning­ar­samn­ing, launa­seðil, tíma­skrán­ing­ar og kvitt­an­ir fyr­ir greiðslu launa. Mjög sjald­gæft er að launakröf­um Efl­ing­ar sé hnekkt og yf­ir­leitt fást þær greidd­ar að end­ingu, oft með aðstoð lög­manna fé­lags­ins.

Vanda­málið er hins veg­ar að inn­heimtu­ferli launakröf­unn­ar get­ur tekið óra­tíma. Stund­um þarf að fara með kröf­ur fyr­ir dóm, í gegn­um þrota­bú gjaldþrota fyr­ir­tækja eða í gegn­um ábyrgðarsjóð launa. At­vinnu­rek­andi fær eng­ar sekt­ir og launamaður­inn fær eng­ar bæt­ur, jafn­vel þótt at­vinnu­rek­and­inn sé dæmd­ur sek­ur fyr­ir dómi. Í millitíðinni ber launamaður­inn all­an kostnað af því að hafa verið snuðaður um sín laun. Hann get­ur ekki beðið um frest á greiðslu húsa­leigu eða annarra reikn­inga vegna þess að laun­um hafi verið stolið.

Óprúttn­ir at­vinnu­rek­end­ur hafa lært inn á þetta kerfi. Þeir nýta sér æ grimm­ar þann fjár­hags­lega hvata til launaþjófnaðar sem refsi­leysið býr til. Heild­ar­upp­hæð launakrafna Efl­ing­ar hef­ur vaxið um 40% á ári síðustu fimm ár. Launaþjófnaður á ís­lensk­um vinnu­markaði er í veld­is­vexti. Nú er svo komið að kröf­urn­ar nema um millj­ón á dag. Hafa ber í huga að þetta eru ein­göngu til­kynnt brot og sterk­ar vís­bend­ing­ar eru um að marg­ir fé­lags­menn veigri sér við að leita rétt­ar síns af ótta við upp­sögn.

Sorg­legt er að sjá fram­kvæmda­stjóra Sam­taka at­vinnu­lífs­ins á síðum Morg­un­blaðsins gera lítið úr þess­um staðreynd­um og upp­nefna það „ómál­efna­legt“ og „veru­leikafirrt“ að vekja at­hygli á þeim. Fyr­ir fólk á lægstu laun­um er launaþjófnaður ekki aðeins sár niður­læg­ing held­ur efna­hags­legt stór­tjón. Meðal­upp­hæð launakröfu sem Efl­ing setti í inn­heimtu árið 2019 er yfir hálf millj­ón. Það seg­ir sig sjálft hvað slík upp­hæð þýðir fyr­ir lág­launa­mann­eskju.

Þær til­lög­ur sem Efl­ing og ASÍ hafa lagt fram til að stemma stigu við þess­um vanda eiga sér fyr­ir­mynd í nú­gild­andi kjara­samn­ingi Sam­taka at­vinnu­lífs­ins við Sjó­manna­sam­band Íslands og í danskri vinnu­markaðslög­gjöf. Það er með öllu óskilj­an­legt hvað fram­kvæmda­stjóri SA tel­ur „óraun­hæft“ við þær lausn­ir.

Það er til lít­ils að gera kjara­samn­inga séu þeir ekki virt­ir. Efl­ing held­ur því að sjálf­sögðu ekki fram að launaþjófnaður ein­stakra at­vinnu­rek­enda sé skipu­lagður af Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins, en víðtæk kjara­samn­ings­brot grafa und­an trausti á vinnu­markaði og það er vandi sem sam­tök at­vinnu­rek­enda ættu að hafa áhyggj­ur af. Viðsemj­andi með sjálfs­virðingu hlýt­ur að styðja að brot á þeim samn­ing­um sem hann ger­ir sjálf­ur séu tek­in al­var­lega.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: