- Advertisement -

Refsað fyrir að vera í hjónabandi

Björgvin Guðmundsson.

Björgvin Guðmundsson skrifar: Dæmi eru um það, að eldri borgarar og öryrkjar komi til presta og óski skilnaðar, þar eð lífeyrir almannatrygginga er mun lægri hjá öldruðum og öryrkjum í hjónabandi en þeim sem eru eru einhleypir.

Þetta er eitt af því furðulega í kerfi almannatrygginga. Það er engu líkara en það sé verið að refsa öldruðum og öryrkjum fyrir að vera í hjónabandi. Þetta á við þá, sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum en engan lífeyrissjóð og engar aðrar tekjur.

Eldri borgari í hjónabandi eða sambúð hefur 204 þúsund kr. á mánuði eftir skatt frá almannatryggingum. En eldri borgari, sem er einhleypur hefur 239 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Þessi mismunur stafar af því, að heimilisuppbót fellur niður hjá þeim, sem búa með öðrum; nóg er að barn búi hjá föður eða móður eða hvaða annar einstaklingur. Enda þótt hér sé ekki um stórar upphæðir að ræða skipta þær miklu, þegar efni eru lítil og ekki nóg fyrir öllum útgjöldum; þetta getur t.d. skipt sköpum varðandi það hvort eldri borgari í hjónabandi á „strípuðum lífeyri“ kemst til læknis eða ekki.

Þetta skilja ekki þingmenn eða ráðherrar; þeir eru komnir á slík ofurlaun, að þeir eru komnir úr tengslum við fólkið í landinu og virðast eða vita eða vilja vita um ástandið hjá þeim, sem verst eru staddir.

Menn úr öllum flokkum telja „skerðingu“ lífeyris aldraðra og öryrkja,sem eru í hjónabandi ótæka, ósanngjarna og að það eigi að leiðrétta þessa skerðingu strax. Ég tek undir það.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: