- Advertisement -

REÁ: Ekki benda á mig

Ragnheiður Ellín skrifar undir.

„Flestir, og ekki síst formenn þingnefnda, hljóta að vita að undirbúningur framleiðslu, framkvæmdaleyfi, starfsleyfi og umhverfismat slíkra verksmiðja, svo og eftirlit með starfseminni þegar hún er hafin, heyrir ekki undir iðnaðarráðherra,“ skrifar fyrrverandi iðnaðarráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, á Facebook, um stöðuna hjá United Silicon, og beinir orðum sínum að Páli Magnússyni, formanni atvinnuveganefndar Alþingis.

Tilefnið er frétt Ríkisútvarpsins þar sem rætt var við Pál Magnússon örlagavald í pólitískri framtíð Ragnheiðar Elínar. Páll segir ekki rétt hafa verið staðið að undirbúningi United Silicon.

Í fréttinni er Páll spurður hvort skilja megi hann svo að hann gagnrýni Ragnheiði Elínu. „Ég hef nú ekki séð neina greiningu beinlínis á því hvar ábyrgðin liggur, en ég ætla að láta mér nægja að staðhæfa á þessum tímapunkti að undirbúningnum var verulega áfátt,“ segir Páll. „Það þarf svo sem ekki frekari rökstuðning fyrir því heldur en bara líta á það hvernig komið er fyrir þessari verksmiðju, að það var ekki rétt að þessu staðið.“

Ragnheiður Elín spyr af hverju ætti fréttamaðurinn að skilja orð formanns atvinnuveganefndar um að ekki hafi verið rétt staðið að undirbúningi framleiðslu United Silicon sem gagnrýni á sig, þar sem undirbúningur verskmiðjunnar hafi ekki verið verk iðnaðarráðherra.

„Erlend fjárfesting heyrir hins vegar undir iðnaðarráðherra. Ég skrifaði á sínum tíma, sem iðnaðarráðherra, undir fjárfestingasamning við United Silicon fyrir hönd íslenska ríkisins, með fyrirvara um samþykki Alþingis. Það samþykki var veitt með lögum nr. 41 7. júlí 2015 sem samþykkt voru með öllum greiddum atkvæðum í þinginu.
Fannst þetta þurfa að koma fram…annars bara góð.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: