- Advertisement -

Rausnarleg laun stjórnarmanna

Er einhver hissa á að verkafólk sé á leið í verkfall?

Vilhjálmur Birgisson bendir okkur á að aðalfundur Festis hf. verður haldinn fimmtudaginn 21. mars en undir Festi heyra N1, Krónan, Elko og Bakkinn.

Á aðalfundinum verður lagt til að stjórnarlaun á mánuði verði 370 þúsund sem er 70 þúsundum meira en lágmarkslaun eru í dag og stjórnarformaðurinn á að vera með 740 þúsund á mánuði.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Er þetta bara ekki „helvíti“ vel í lagt fyrir einn til tvo fundi í mánuði og svo tala menn um að ekkert svigrúm sé til staðar handa verkafólki.

Vil minna á að kassafólkið í Krónunni er með 274 þúsund í dagvinnulaun! Ég spyr eru menn hissa þótt verkafólk á hinum almenna vinnumarkaði sé á leið í verkfall?

Svona til upplýsingar þá sýnist mér að lífeyrissjóðirnir „okkar“ eigi meirihluta í Festi.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: