Þorbjörn Guðmundsson, formaður kjaranefndar LEB. skrifaði:
En hvað er eldra fólk að fá í vasann um þessi áramót til að mæta þessum miklu verðhækkunum sem verðbólgan veldur í samanburði við þá sem eru búnir að ganga frá kjarasamningum?
Ellilífeyrir frá TR hækkaði 1. janúar um 21.210 kr. og verður 307.829 kr. á mánuði og þegar tekið hefur verið tillit til skerðinga er hækkunin 16.145 kr fyrir skatt. Í þessu dæmi er tekið mið af miðgildi lífeyris frá lífeyrissjóði 212.256 kr. í lok ársins 2023. Gert ráð fyrir að lífeyrir frá lífeyrissjóðum hækki um 5,6% og hækki á árinu 2023 um 11.226 kr. Þegar tekið hefur verið tillit til skerðinga og skattgreiðslna hækka ráðstöfunartekjur eldra fólks um 17.105 kr. á árinu 2023. Sé einstaklingur með heimilisuppbót bætist við 4.055 kr. fyrir skatt.
Þorbjörn:
Vissulega er all stór hluti eldra fólks með ágætar tekjur og því ber að fagna en á móti er hópurinn sem er með mjög lágan lífeyri allt of stór og því verður að breyta.
Sé horft til kjarasamnings SGS hækka taxtalaun að lágmarki um 35.000 kr. og ráðstöfunartekjur um 24.433 kr. á mánuði.
Sé hins vegar horft til kjarasamninga VR og iðnaðarmanna má ætla að ráðstöfunartekjur hækki á bilinu 25.745 til 42.908 kr. Auk þess hækkar orlofs- og desemberuppbót um 5%.
Lægsti launataxti á almennum vinnumarkaði verður frá 1. nóvember 2022 kr. 402.235 en lífeyrir frá TR frá 1. janúar 2023 er 307.829 kr. Bilið eykst enn frekar frá því sem var.
En hvað þýðir miðgildi lífeyris frá lífeyrissjóði kr. 212.256? Það segir okkur að helmingurinn er með 212.256 kr. og lægra og hinn helmingurinn með 212.256 kr og hærra. Vissulega er all stór hluti eldra fólks með ágætar tekjur og því ber að fagna en á móti er hópurinn sem er með mjög lágan lífeyri allt of stór og því verður að breyta.
Þessi gliðnun á milli lífeyris og launa endurspeglast í yfirlýsingu fjármála- og efnahagsráðherra sem hann birti í upphafi nýs árs. Að hans mati hækka ráðstöfunartekjur á almennum vinnumarkaði árið 2023 um 50.000 kr. á mánuði og þar af sé 8.000 kr. vegna uppfærðar viðmiða tekjuskatts sem gefur ekki rétta mynd, því gert er ráð fyrir að tekjuskattur lækki en útsvar hækkar samsvarandi.