- Advertisement -

RAUNVERULEIKATÉKKUN

Katrín Oddsdóttir skrifaði á Facebook:

Ég er sorgmædd.

Nú virðist vera í uppsiglingu sú atburðarás að fólkið sem hefur fengið kjörbréf um setu á Alþingi, löggjafarsamkundu Íslands, ætli sér að mynda meiri hluta um þá niðurstöðu að þó öryggisreglur í kosningalögum séu brotnar og þó óvissa sé um rétta niðurstöðu í heilu kjördæmi, þá sé Alþingisfólkið sjálft engu að síður rétt kjörið. Ég held að það sé varla hægt að gefa lýðræðinu harkalegra hringspark í andlitið. Það er ótrúlega illa komið fyrir okkar litlu þjóð. Mér finnst þetta vera eins og að horfa á lestarslys í hægri endursýningu og get ekki varist þeirri hugsun að almenningur í þessu landi eigi svo miklu, miklu betra skilið. Ég er sorgmædd.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: