Fréttir

Ratcliffe með klærnar í Steingrími J?

By Miðjan

November 05, 2019

Í Kveiki kom fram að Jim Ratcliffe á 39 jarðir á Íslandi. Einn eða með öðrum. Þar kom einnig fram að hann hefur eignast hluta af Gunnarsstöðum í Þistilfirði. Einnig eignarhlut í íbúðarhúsinu þar. Bóndinn á Gunnarsstöðum er Jóhannes Sigfússon, bróðir þingforsetans Steingríms J. Sigfússonar.

Allan sinn pólitíska feril hefur Steingrímur J. verið skráður til heimilis að Gunnarsstöðum. Jóhannes bóndi, bróðir Steingríms, er óhress með hvernig Ratcliffe varð meðeigandi að Gunnarsstöðum. Ekki kom fram hvort Ratcliffe fái tekjur af eignarhlut sínum í Gunnarsstöðum. Þá kom heldur ekki fram hvort forseti Alþingis sé þá leiguliði hjá hinum umdeilda Jim Ratcliffe.