- Advertisement -

„Rányrkjunni á eftirlaunasjóðum almennings verður að linna“

Forsætisráðherra boðaði aðgerðir til að lífeyrissjóðir fjárfesti í grænum skuldabréfum.

Ragnar Þór Ingólfsson skrifar:

Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs Samtaka atvinnulífsins, sagði í viðtali á Sprengisandi 2. ágúst síðastliðinn.

„Ef það er þannig að atvinnurekendur eigi ekki lengur að fá að hafa áhrif á stjórnirnar, þá er það greinilega ekki lengur ætlast til þess að það sé hlutverk atvinnurekenda að sjá fólki fyrir lífeyrisréttindum. Ef þá á bara að borga en ekki hafa nein áhrif á hvernig þessu er stjórnað.. og passa upp á það nákvæmlega að þetta gangi áfram með þessum góða hætti.“

Þú gætir haft áhuga á þessum
Davíð Þorláksson.
Má í því samhengi benda Davíð, sem er lögfræðingur, að 12% iðgjald í lífeyrissjóði er lögbundið en ekki kjarasamningsbundið.

Davíð hafnar því alfarið að sjóðfélagar fái að kjósa stjórnir sjóðanna og telur forsendur fyrir því að fyrirtækin greiði mótframlag í lífeyrissjóði standi og falli með því að SA skipi í stjórnir sjóðanna. Má í því samhengi benda Davíð, sem er lögfræðingur, að 12% iðgjald í lífeyrissjóði er lögbundið en ekki kjarasamningsbundið.

Einnig hefur Seðlabankastjóri þrýst á lífeyrissjóðina að fjárfesta ekki erlendis á meðan aðrir fjárfestar geta fjárfest að vild. Svo hefur forsætisráðherra boðað aðgerðir til að lífeyrissjóðir fjárfesti í grænum skuldabréfum.

Í hvaða lagaheimildir vísa ofangreindir aðilar, sem heimila afskipti þeirra af fjárfestingum lífeyrissjóða?

Stjórn VR skiptir út stjórnarmönnum sínum í LIVE fyrir að brjóta lög um vexti og verðtryggingu og vinna gegn peningastefnu seðlabankans með því að hækka vexti á meðan Seðlabankinn lækkaði.

Stjórn VR gefur út yfirlýsingu um að sjóðirnir fjárfesti ekki í félagi sem við teljum að hafi vanhæfa stjórnendur og brjóti gegn lögum um vinnudeilur og þeim siðferðisviðmiðum sem sjóðirnir sjálfir hafa sett.

Og allt fer á hliðina!

Rányrkjunni á eftirlaunasjóðum almennings verður að linna.

Það er alveg ljóst að með framgöngu stjórnar VR í málefnum lífeyrissjóðanna erum við komin inn að beinmerg spillingarinnar, miðað við ofsafengin viðbrögð sem við höfum mátt þola.

Á meðan valdamikil öfl í okkar samfélagi vilja hafa þetta eins og þetta hefur alltaf verið… „og gengið vel“. Við erum greinilega á hárréttri leið.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: