- Advertisement -

Rándýr húsaleiga hrekur stofnanir frá Akureyri

Stjórnsýsla „…á sama tíma og ríkisstjórnin kynnir flutning Fiskistofu norður erum við því að sjá þrjú störf farinn frá Matís, minnkandi starfsemi Hafró og óvissu hjá okkur. Ég er því hræddur um að við munum missa af góðum tækifærum til að byggja hér upp öflugt og fjölbreytt samfélag og hér geti jafnvel orðið fækkun á opinberum störfum þegar til lengri tíma er litið.“ Þetta segir Bjarni Eiríksson, sjávarútvegsfræðingur og starfsmaður Sjávarútvegsmiðstöðvarinnar á Akureyri, í viðtali við Vikudag á Akureyri. Staða Sjávarútvegsmiðstöðvarinnar verið í óvissu um nokkurt skeið.

Borgir: Leiguverðið í Borgum er líka töluvert hærra en fjármálahverfi Berlínar, á vinsælu hafnarsvæði Kaupmannahafnar og í Evrópuhverfinu í Brussel. Það er ekki fyrr en komið er í hjarta fjármálahverfis New York borgar að hærra verð sést, en þó ekki nema liðlega þúsund krónum hærra á fermetra en í Borgum á Akureyri, sem ríkið tók á leigu fyrir tíu árum, með 25 ára óbreytanlegum og óuppsegjanlegum samningi við fasteignafélag.
Borgir: Leiguverðið í Borgum er líka töluvert hærra en fjármálahverfi Berlínar, á vinsælu hafnarsvæði Kaupmannahafnar og í Evrópuhverfinu í Brussel. Það er ekki fyrr en komið er í hjarta fjármálahverfis New York borgar að hærra verð sést, en þó ekki nema liðlega þúsund krónum hærra á fermetra en í Borgum á Akureyri, sem ríkið tók á leigu fyrir tíu árum, með 25 ára óbreytanlegum og óuppsegjanlegum samningi við fasteignafélag.

Bjarni bendir á að Matís sé búin að loka rannsóknarstofum sínum á Borgum vegna hárrar húsaleigu og stofnunin hafi ekki kynnt neina stefnu um hvernig hún ætlar að haga sinni starfsemi á svæðinu. Þá er útibústjóri Hafró á svæðinu að flytja austur og ekki búið að boða neinn í staðinn.

Leiguverð í skrifstofuhúsunum í Borgum á Akureyri, þangað sem talað hefur verið um að flytja Fiskistofu, er svo hátt að Jafnréttisstofa ætlar að flytja þaðan út um áramót. Fleiri opinberar stofnanir eru á flótta þaðan undan leiguverðinu. Leiguverðið í Borgum er hærra en í viðskiptahverfum helstu höfuðborga á Vesturlöndum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, lá ekkert á skoðun sinni á því af hverju hún er á förum úr húsinu:„Ástæðan fyrir því að við erum að flytja er sú að við þurfum að borga gríðarlega háa leigu, yfir 4000 krónur á fermetrann, sem er mjög hátt leiguverð – svipað og á Manhattan í New York. Þetta er meira en svona lítil stofnun ræður við og skelfileg nýting á skattfé almennings,“ sagði Krístín Ástgeirsdóttir framkvæmdastýra Jafnréttisráðs í samtali við Vísi fyrir fáum dögum.

Leiguverð á fermetra þar er um 4,500 krónur, eða tæp milljón á mánuði fyrir þá 226 fermetra sem stofnunin hefur til umráða. Þetta er um það bil fjórfalt hærra verð en greitt er fyrir fermetrann í öðru skrifstofuhúsnæði á Akureyri, í álíka fjarlægð frá miðbænum og Borgir eru, samkvæmt nýlegri könnun Viðskiptablaðsins.

Hærri leiga en í fjármálahverfi Berlínar
Leiguverðið í Borgum er líka töluvert hærra en í fjármálahverfi Berlínar, á vinsælu hafnarsvæði Kaupmannahafnar og í Evrópuhverfinu í Brussel. Það er ekki fyrr en komið er í hjarta fjármálahverfis New York borgar að hærra verð sést, en þó ekki nema liðlega þúsund krónum hærra á fermetra en í Borgum á Akureyri, sem ríkið tók á leigu fyrir tíu árum, með 25 ára óbreytanlegum og óuppsegjanlegum samningi við fasteignafélag. Lauslega áætlað er talið að Fiskistofa þurfi um það bil þúsund fermetra húsnæði á Akureyri en leiga fyrir slíkt í Borgum yrði þá hátt í fjórar milljónir á mánuði.

Eyþór Björnsson Fiskistofustjóri sagði nú rétt fyrir hádegi að slíkt komi ekki til greina og að hann telji sig hafa frjálsar hendur til að finna hagkvæmari leið.

Í öðru viðtali sagði Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís sagði: „Húsaleiga að Borgum á Akureyri er sú langhæsta á fermetra sem Matís greiðir á öllum tíu starfstöðvum sínum á landinu. Ekki hefur verið mögulegt að lækka leiguna, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í þá veru. Því hefur Matís neyðst til að segja leigunni upp, en það var þó ekki mögulegt fyrr en frá og með árinu 2014. Þessar breytingar munu að sjálfsögðu verða starfsemi Matís á Akureyri áskorun, en eru nauðsynlegar, ekki síst í ljósi mun minni kaupa á þjónustu af hálfu ríkisins en verið hefur.“

Ætla má að flutningur Fiskistofu til Akureyrar geri vart meira en að fylla í skörðin, skörðin sem myndast vegna flutnins annarra stofnana, eða starfa, frá Akureyri.

Margföld leiga – óuppsegjanlegur samningur

Þær ríkisstofnanir sem eru að Borgum við Norðurslóð á Akureyri greiða hátt í fimm þúsund krónur í húsaleigu á mánuði fyrir hvern fermetra skrifstofu- og rannsóknarhúsnæðis í húsinu. Leiguverðið er samkvæmt leigusamningi sem Fasteignir ríkissjóðs gerðu við Landsafl hf., þáverandi eiganda hússins, árið 2004 og gildir til 25 ára. Leigufjárhæðin er bundin vísitölu neysluverðs. Borgir eru nú í eigu Reita, en Jafnréttisstofa, Hafrannsóknarstofnun, Minjastofnun og Háskólinn á Akureyri leigja skrifstofur eða rannsóknaraðstöðu í húsinu.

Gangverð á skrifstofuhúsnæði í svipaðri fjarlægð og Borgir frá miðbæ Akureyrar er á bilinu 1.000 kr. til 1.200 krónur á hvern fermetra á almennum leigumarkaði samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins. Sambærilegt skrifstofuhúsnæði á besta stað í miðbæ Reykjavíkur er til leigu á verðbilinu 2.200 kr. til 2.600 krónur á fermetrann samkvæmt Leifi Aðalsteinssyni, fasteignasala hjá 101 Reykjavík.

Háskólinn á Akureyri er meðal leigjenda að Borgum. Leiguverðið er skólanum erfitt. Stærstur hluti af húsnæði Háskólans á Akureyri er í ríkiseigu en þess utan leigir skólinn þrjár hæðir í Borgum, sérhönnuðu skrifstofuhúsnæði við hlið Háskólans og er skólinn stærsti leigutakinn í Borgum. Í viðtali sagði þáverandi rektor, Stefán B. Sigurðsson, að skólinn greiddi um 130 milljónir króna á ári í húsaleigu og er tíund prósent þeirra peninga sem skólinn fær til reksturs, og er því mjög hár hluti. Samningurinn er verðtryggður og fylgir verðlagi.

Stefán sagði að þessar háu húsaleigugreiðslur þýða að skólinn verði að skera niður á öðrum sviðum. Stefán sagði leiguna þurfa að lækka um allt að helming. Þannig myndu sparast um 60 til 70 milljónir á ári og það myndi skipta sköpum fyrir reksturinn.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: