Fréttir

Ragnheiður efast um hæfi Páls

By Miðjan

December 04, 2019

Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifaði á Facebook:

Páll Magnússon núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi útvarpsstjóri deildi í gær í þingsal sem og í Fréttablaðinu í dag harkalega á stjórn Ríkisútvarpsins, telur stjórnina vanhæfa og leggur til að hún segi af sér eða að menntamálaráðherra víki stjórn RUV frá.Þessi umræða þingmannsins er í það minnsta frekar döpur og að hann sem formaður Allsherjarnefndar opinberi með þessum hætti vankunnáttu sína er kannski spurning um hæfi þingmannsins.Stjórn Ríkisútvarpsins fær umboð sitt frá Alþingi, því er það svo að aðeins Alþingi getur afturkallað þetta umboð, svo einfalt er það háttvirtur þingmaður.