Fréttir

Ragnar Þór segist fá mótframboð í VR

- segir peningaöfl standa að nýju framboði og að ekkert verði til sparað til að koma honum úr formannssæti VR.

By Miðjan

November 22, 2018

„Ég veit hvaða öfl standa á bak við það og ég veit að það verður farið mjög harkalega í mig,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fyrir augnabliki í þættinum Annað Ísland á Útvarpi Sögu, í samtali við Gunnar Smára Egilsson.

Ragnar Þór ítrekaði að væntanlegt mótframboð verði harkalegt. „Það eru peningaöfl á bak við framboðið og það verður ekkert til sparað,“ sagði Ragnar Þór sem sagðist þrátt fyrir þetta sofa rólega.

„Það er verið að reyna að stía stéttunum í sundur. Menntuðum gegn ómenntuðum, þeim á hærri gegn þeim sem eru á lægri launum,“ sagði Ragnar Þór. Hann sagði allt verða gert til að nýrri forystu í verkalýðsfélögum muni mistakast. „Allt verður gert til að okkur mistakist.“