- Advertisement -

Ragnar segist vera orðlaus yfir ruglinu í Ásgeiri Seðlabankastjóra

Þetta skrifaði Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR:

Ég er hálf orðlaus yfir ruglinu sem kemur út úr þessum manni. Ég get lítið framhjá því að hann hafi ekki í viðtali fyrir nokkru, áttað sig á hversu Íslendingum hafði fjölgað þó það skipti miklu máli fyrir mann í hans stöðu að vita. En að halda því fram að við á Íslandi séum eina landið í Evrópu sem hefur brugðist við verðbólgu með launahækkunum eða svo miklum launahækkunum upp á 7 til 10% er eitthvað annað og í raun grafalvarlegt.

Staðreyndin er sú að flestar Evrópu þjóðir hafa einmitt brugðist við hárri verðbólgu með launahækkunum og sérstökum verðbólgu uppbótum á laun ásamt sértækum verðbólgu aðgerðum stjórnvalda til almennings.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Flestir verðbólgu kjarasamningar sem gerðir hafa verið í Evrópu voru gerðir eftir síðustu áramót (2023) Það er lítið mál að verða sér úti um upplýsingar um flesta kjarasamninga sem gerðir eru í Evrópu og eru þeir á þessu róli 7 til 10% og jafnvel dæmi um mun hærri samninga eins og í Þýskalandi og fleiri löndum þar sem laun hækkuðu um 12 til 18% og við höfum dæmi um kjarasamninga sem skiluðu 30% hækkunum.

Vandinn er kannski sá að í Evrópu eru fyrirtækjasamningar algengir og tekur lengri tíma að greina launahækkanir í rauntíma. En við hljótum að geta gert þá kröfu til Seðlabankans, að hafa fyrir því að kafa dýpra í samanburði.

Það hlýtur þó að vera einstakt á heimsvísu að Seðlabankastjóri sé með stanslausar hótanir gagnvart launafólki og hreyfingum þeirra.

Það sem þó hlýtur að vera öllum ljóst er að Seðlabankastjóri og peningastefnunefnd eru ekki vandanum vaxinn og algjörlega vanhæf til að gegna þessu mikilvæga hlutverki.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: