Greinar

Ragnar afvopnar Bjarna Ben

By Miðjan

February 14, 2022

Ragnar Önundarson bankamaður skrifar fína grein í Moggann í dag. Þar slær hann vopnin úr höndum Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Bjarni hefur aftur og aftur sagt, þegar hann freistar þess að rökstyðja söluna á Íslandsbanka, að bankaeigninni fylgi of mikil áhætta.

Ragnar skrifar:

„Nú heyr­ir maður sí­end­ur­tekið, að banka­starf­semi sé svo áhættu­söm að ríkið eigi að losa sig við hana. Ríkið sit­ur uppi með áhætt­una hvort sem er! Ríkið kem­ur til bjarg­ar með fjár­mun­um al­menn­ings, ef áföll verða, reynsl­an sýn­ir það. Þing­flokk­ar eiga að gera þver­póli­tíska sátt um eign­araðild banka, sem stuðlar að fjár­mála­stöðug­leika og friði um þá. Bank­ar eiga að þjóna al­menn­ingi og sam­fé­lag­inu, ekki for­rétt­inda­fólki. Til þess að svo verði þurfa al­menn­ing­ur og stofn­an­ir hans að eiga ráðandi hluti í þeim. Svo­nefnd­ir kjöl­festu­fjár­fest­ar eiga ekki að fá aft­ur for­gang, það er full­reynt. Þjóðin, sem þráir það mest að vera öðrum þjóðum fyr­ir­mynd, yrði aðhlát­urs­efni um all­an heim.“