Mannlíf

Ragir baráttumenn aldraðra

By Miðjan

December 11, 2018

Sveinn Þorsteinsson.

Sveinn Þorsteinsson, húsasmiður á eftirlaunum, skrifar stutta en snarpa, en snarpa grein í Mogga dagsins.

„Hvernig er það, eru tals­menn eldri borg­ara bún­ir að gef­ast upp á því að halda kröf­um okk­ar sem erum kom­in á eft­ir­launa­ald­ur vak­andi í umræðunni? Eða eru þeir kannski á eft­ir­laun­um frá rík­inu og hafa það gott og finnst óþarfi að vera að ónáða stjórn­ar­herr­ana með ein­hverju væli um að við kom­umst varla af á þeim eft­ir­laun­um sem okk­ur eru skömmtuð?

Full­trú­ar ör­yrkja eru vak­andi yfir þeirra kjör­um og halda mál­efn­um þeirra vel á lofti. Það er kannski óþarfi að vekja at­hygli á því að við erum kyn­slóðin sem þrælaði fyr­ir þeim lífs­kjör­um sem þjóðin hef­ur í dag. Við unn­um 48 tíma á viku hverri í dag­vinnu, tvo tíma í eft­ir­vinnu og svo ómælda næt­ur­vinnu. Í dag er verið að fara fram á að stytta vinnu­vik­una í 35 tíma.“

Ekki er annað hægt en að taka undir með Sveini. Eldri borgarar bíta ekki frá sér. Þó verður að undanskilja baráttumanninn Björgvin Guðmundsson. Hann nánast einn heldur uppi baráttu eldri borgara, auðvitað með fáum undantekningum.

Fyrirsögnin er Miðjunnar.