Sveinn Þorsteinsson, húsasmiður á eftirlaunum, skrifar stutta en snarpa, en snarpa grein í Mogga dagsins.
„Hvernig er það, eru talsmenn eldri borgara búnir að gefast upp á því að halda kröfum okkar sem erum komin á eftirlaunaaldur vakandi í umræðunni? Eða eru þeir kannski á eftirlaunum frá ríkinu og hafa það gott og finnst óþarfi að vera að ónáða stjórnarherrana með einhverju væli um að við komumst varla af á þeim eftirlaunum sem okkur eru skömmtuð?
Fulltrúar öryrkja eru vakandi yfir þeirra kjörum og halda málefnum þeirra vel á lofti. Það er kannski óþarfi að vekja athygli á því að við erum kynslóðin sem þrælaði fyrir þeim lífskjörum sem þjóðin hefur í dag. Við unnum 48 tíma á viku hverri í dagvinnu, tvo tíma í eftirvinnu og svo ómælda næturvinnu. Í dag er verið að fara fram á að stytta vinnuvikuna í 35 tíma.“
Ekki er annað hægt en að taka undir með Sveini. Eldri borgarar bíta ekki frá sér. Þó verður að undanskilja baráttumanninn Björgvin Guðmundsson. Hann nánast einn heldur uppi baráttu eldri borgara, auðvitað með fáum undantekningum.
Fyrirsögnin er Miðjunnar.