- Advertisement -

Rafrettur og veip skaða lungun

Hér ættum við Íslendingar að vera í fararbroddi en ekki eftirbátar.

Tómas Guðbjartsson læknir skrifar:
Því miður er að koma sífellt betur í ljós hversu skaðlegar rafrettur geta verið þeim sem þær nota – í góðri trú – enda búið að básúna að þær séu skaðlausar. Þar hafa gírugir hagsmunaaðilar verið í fararbroddi en þvi miður líka sumir læknar og samtök þeirra. Sem betur fer eru þó flestir læknar og læknasamtök á varðbergi, ekki síst eftir að eitt virtasta læknatímarit heims, New England Journal of Medicine, varðaði við alvarlegum fylgikvillum rafrettna í síðasta tölublaði sínu. Sem kemur ekki til af góðu því í Bandaríkjunum hafa hundruð einstaklinga veikst sl. sumar og nokkrir látist vegna rafrettureykinga.

Í kjölfarið hafa eftirlitsstofnanir í Bandaríkjunum sent út viðvaranir. Því miður erum við sennilega aðeins að sjá toppinn á ísjakanum. Ljóst er að sporna þarf strax við útbreiðslu rafrettna og veips, rannsaka þær betur og gera lyfseðilsskyldar. Þær yrðu þá eingöngu ætlaðar þeim sem ætla að hætta að reykja, en ekki markaðssettar fyrir börn og og unglinga eins og hvert annað sælgæti sem selt er úti í sjoppu. Hér ættum við Íslendingar að vera í fararbroddi en ekki eftirbátar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: