- Advertisement -

RAFORKA HÆKKAÐI 77% Á EINUM DEGI!

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur skrifaði þetta og birti á Facebook:

Norðmenn þekkja vel hvernig orkuverðið til heimila hækkar og lækkar á víxl eftir því hvernig framboð mætir sveiflum í eftirspurn.

Á miðvikudag hækkaði raforkuverð um 77% á einum degi í fjórum stærstu bæjum og borgum landsins. Hæst varð verðið kl. 18 og fór í 80 aura NOK (11,2 IKR) á KWh. Það er orkuverðið, dreifing og önnur gjöld og skattar bætast síðan ofan á.

Sérfræðingar á orkumarkaði NordPool segja að köld veðrátta að undanförnu hafi aukið eftirspurn enda flest hús hituð með rafmagni.

En það er líka hækkun til lengri tíma eins og segir í frétt á NRK. Frá því í fyrravetur hefur raforkuverðið hækkað markvert. Skýringin er sögð m.a. sú að kolefniskvótar hafi nær þrefaldast í verði á evrópskum mörkuðum ásamt almennri hækkun á kolum og gasi.

Hann er skrýtinn þurs þessi markaður, engin dempun, verðsveiflur verða á mikró tímakvarða sem fæstir skilja eða geta elt.

Noregur framleiðir þó nánast alla sína raforku með vatni eða vindi. Sú orka er jafnvel flutt út m.a. til Finnlands, en í staðinn kaupa Norðmenn orku frá öðrum Evrópulöndum jafnvel frá pólskum kolarkuverum.

* Myndin sýnir flutnings-strauma 6. nóvember á milli svæða og er fengin af síðu NordPool. Meðalverðið þann dag var 52 Evrur fyrir MWh.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: