- Advertisement -

Ræningjabælið Ísland

Gunnar Smári skrifar:

Hvernig verður þessi söluhagnaður skattlagður? Ef um einstaklinga væri að ræða tæki ríkissjóður aðeins um 2 milljarða, þar sem fjármagnstekjuskattur er lægri á Íslandi en nokkurs staðar í okkar heimshluta og minna en helmingur af því sem tekjuskattur launafólks er. En þar sem söluhagnaðurinn er innan félaga hafa þessir menn milljón og eina aðferð til að komast hjá því að borga nokkurn skatt af þessum söluhagnaði, þeir geta auðveldlega endurfjárfest hann í hlutabréfum í útlöndum, einu félagi og svo öðru og þriðja, og flutt hagnaðinn þaðan áfram eitthvað út í buskann.

Það er ekki bara að þessir menn séu að auðgast enn á sjávarauðlindinni ykkar heldur er litlar líkur á að þeir greiði skatta af hagnaðinum. Þannig er Ísland í dag. Ræningjabæli.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: