- Advertisement -

Ráðuneytið: Ódýrar að lifa nú en í fyrra

Vilhjálmur Birgisson er undrandi og segir: „Rétt er að geta þess að ekki er um húsnæðiskostnað að ræða í þessu neysluviðmiði sem er reyndar gjörsamlega óskiljanlegt enda húsnæðiskostnaður einn dýrasti neysluþáttur hvers einstaklings og hverrar fjölskyldu.“

„Í gær var haldinn fundur í Stjórnarráði Íslands þar sem verið var að kynna nýtt neysluviðmið fyrir árið 2018 sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vann fyrir Velferðarráðuneytið ef formaður VLFA hefur skilið þetta rétt.“

Þetta segir í pistli eftir Vihjálm Birgisson, formann félagsins.

„Það stórundarlega í þessu öllu saman er að nú komast þeir aðilar sem reikna út þetta neysluviðmið að því að hið dæmigerða neysluviðmið lækki á milli áranna 2017 og 2018 um 30.657 krónur eða sem nemur 14,7%.

Já núna á framfærsluviðmið velferðarráðuneytisins að lækka um rúmar 30 þúsund krónur á milli ára eða úr 223.046 kr. í 192.389 kr. en hér er um dæmigert neysluviðmið hjá einstaklingi að ræða. En rétt er að geta þess að ekki er um húsnæðiskostnað að ræða í þessu neysluviðmiði sem er reyndar gjörsamlega óskiljanlegt enda húsnæðiskostnaður einn dýrasti neysluþáttur hvers einstaklings og hverrar fjölskyldu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Formaður veltir því fyrir sér hvernig stendur á því að menn fái það út að dæmigerða neysluviðmiðið lækki um rúmar 30.000 krónur á milli ára. Vissulega veltir formaður Verklýðsfélags Akraness því fyrir sér hvort ástæðan sé sú að verkalýðshreyfingin hafi ítrekað verið að benda á þá bláköldu staðreynd að lágmarkslaun og bætur almannatrygginga séu langt undir framfærsluviðmiðum sem Velferðarráðuneytið hefur gefið út og því sé eina leiðin að lækka neysluviðmiðið með einhverjum nýjum aðferðum!

Það er allavega stórundarlegt að þegar kostnaður heimila og einstaklinga hefur verið að hækka á milli ára þá komist þeir aðilar sem reikna út þetta neysluviðmið að því að það hafi lækkað. Óskiljanlegt!

Það er líka ljóst að það er með algjörum ólíkindum að þegar verið er að reikna út þessi framfærsluviðmið þá kjósi Velferðarráðuneytið að sleppa húsnæðiskostnaði sem er einn dýrasti kostnaðarliður fólks. Hví í ósköpunum er það gert? Og núna verður Alþýðusamband Íslands að krefjast þess að húsnæðiskostnaður verði tekinn allur inn í heildarneysluviðmið og þar þarf að horfa til þeirra sem eru á leigumarkaði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Einnig þarf að hafa inn í húsnæðiskostnað þeirra sem búa í eigin húsnæði bæði á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu.

Formaður ítrekar það að þessi tilraun stjórnvalda til að hafa áhrif á neysluviðmið með því að lækka það á milli ára er að mati hans aumkunarverð tilraun til að slá á kröfur verkalýðshreyfingarinnar um hækkun lægstu launa. Allavega hefur formaður VLFA ekki nokkra aðra skýringu á því að neysluviðmið sé að lækka um 30 þúsund á mánuði og það á sama tíma og vöruverð hefur hækkað töluvert eins og neysluvísitalan staðfestir!“

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: