- Advertisement -

Ráðuneytið hunsar ráð Ríkisendurskoðunar

- andstaðan kemur frá aðilum vinnumarkaðarins

„Ríkisendurskoðun ítrekar ekki ábendingar sínar til velferðarráðuneytis frá 2014 um úrbætur á sviði vinnumarkaðsmála og stjórnskipulagi Vinnumálastofnunar.“ Ríkisendurskoðun, með öðrum orðu, gefst upp á ráðleggingum til velferðarráðuneytisins, vegna reksturs Vinnumálastofnunar, sjóða hennar og hugsanlegri sameiningu stofnunarinnar og Vinnueftirlitsins.

Hér er margra ára saga að baki.

Ríkisendurskoðun segir að ráðuneytið hafi komist að afdráttarlausri niðurstöðu um að ekki eigi að breyta stjórnskipulagi Vinnumálastofnunar og sjóða hennar í samræmi við ábendingu Ríkisendurskoðunar.

En hvers vegna? Ríkisendurskoðun svarar því: „Ástæðan er skýr vilji samtaka á vinnumarkaði að breyta hvorki stjórn Vinnumálastofnunar né sjóða hennar.“

Ríkisendurskoðun segir meðal annars í málinu: „Ríkisendurskoðun beindi því jafnframt til velferðarráðuneytis að kanna fýsileika þess að sameina greiðslukerfi vegna almannatrygginga, meðal annars vegna mögulegra breytinga á skipan þeirra stofnana sem undir ráðuneytið heyra. Að mati Ríkisendurskoðunar er útséð um slíkar breytingar. Stofnunin hvetur ráðuneytið samt sem áður að huga að sameiningu greiðslukerfa til að tryggja greiðsluþegum samræmt greiðsluyfirlit, óháð því hvaða stofnun beri ábyrgð á framkvæmd greiðslunnar.“

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: