- Advertisement -

Ráðuneyti greiddu samkvæmt útrunnum samningum

Stjórnsýsla „Hjá sumum ráðuneytum skorti t.d. yfirsýn um þær skuldbindingar sem samningar þeirra kváðu á um og dæmi voru um að greitt væri eftir útrunnum samningum, eftirliti væri ábótavant og greiðslur ekki í samræmi við ákvæði samninga,“ þetta er meðal þess sem kemur fram í úttekt Ríkisendurskoðunar á samningum sem átta ráðuneyti höfðu gert.

„Ríkisendurskoðun taldi að ýmislegt mætti betur fara í framkvæmd, eftirliti og eftirfylgni ráðuneyta með samningum. Alls setti stofnunin fram 41 ábendingu og var fjöldi þeirra til hvers ráðuneytis nokkuð í takt við fjölda samninga sem þau höfðu á sínum vegum. Flestar ábendingar voru í skýrslum um samningamál mennta- og menningarmálaráðuneytis og velferðarráðuneytis eða níu. Sjö ábendingum var beint til innanríkisráðuneytis. Fæstar ábendingar voru til umhverfisráðuneytis (nú umhverfis- og auðlindaráðuneyti) og forsætisráðuneyti fékk enga ábendingu þar sem það hafði þá ekki lengur neinn skuldbindandi samning á sínum vegum.

Áætlaður heildarkostnaður 179 skuldbindandi samninga var rétt tæpir fjörutíu milljarðar.

Sjá nánar hér.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: