Ráðstjórnarríkisstjórn Bjarna og Katrínar
ÓBK í Mogganum:
„Það verður til dæmis mjög erfitt fyrir ríkisstjórnina að fara inn í kosningar ef skólahald er ekki með eðlilegum hætti […] ef börnin ykkar komast ekki í skólann eða leikskólann þá mun það hafa áhrif á ykkur og almenning í kosningum. Jafnvel meiri áhrif en það hvort landsframleiðslan er að vaxa eða dragast saman um eitt eða tvö prósent.“
„Við munum ekki hafa þolinmæði, við getum ekki endalaust lifað við fyrirkomulag sem hægt er að kalla ráðstjórnarfyrirkomulag, sem sóttvarnir auðvitað eru, nema í besta falli í takmarkaðan tíma og við verðum að sjá ljósið við enda ganganna,“ sagði Óli Björn Kárason í Moggafrétt.
Óli Björn er greinilega ekki sáttur við sóttvarnirnar og sama má segja um Davíð Oddsson, ritstjóra Moggans, en hann skiptir nú minna máli.
Í fréttinni segir að þegar Óli Björn, var spurður út í hvort Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefði stuðning þingflokks síns til að grípa til áframhaldandi takmarkana innanlands, sagðist hann telja Bjarna fremur tala fyrir tilslökunum og að atvinnulíf og einstaklingar búi við meiri fyrirsjáanleika en verið hefur síðustu misserin.
Svo kom smellurinn: „Það verður til dæmis mjög erfitt fyrir ríkisstjórnina að fara inn í kosningar ef skólahald er ekki með eðlilegum hætti […] ef börnin ykkar komast ekki í skólann eða leikskólann þá mun það hafa áhrif á ykkur og almenning í kosningum. Jafnvel meiri áhrif en það hvort landsframleiðslan er að vaxa eða dragast saman um eitt eða tvö prósent.“