Mynd: Marco Bianchetti/Unsplash.

Fréttir

Ráðhúsið 2: Hvað með Persónuvernd?

By Miðjan

August 21, 2020

Hér er önnur raðfréttin úr Ráðhúsinu. Nú er það Vigdís Hauksdóttir:

„Yfirstjórn Reykjavíkur, en hana skipa borgarstjóri og sviðstjórar Reykjavíkurborgar, ákvað einhliða á fundi í júlí að athuga starfsumhverfi starfsfólks Reykjavíkurborgar sem kemur fyrir borgarráð. Athugunin lýtur að sálfélagslegum áhættuþáttum í umhverfi starfsfólks sem situr fundi eða kemur reglulega fyrir borgarráð. Eftir verðfyrirspurn til aðila var gengið frá samning við Líf og sál sálfræðistofu um þetta verkefni.