Fréttir

Ráðherrarnir og „hræðilega frumvarpið“

By Ritstjórn

September 17, 2020

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokkar, skrifaði: „Síðustu daga hefur bergmálað um allt stjórnarheimilið að mannúðlegasta kerfið fyrir hælisleitendur sé að vera bara nógu fljót að synja þeim. Stjórnarflokkarnir eru í því allir orðnir samdauna Sjálfstæðisflokknum.

Þrír dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað lagt fram sama hræðilega frumvarpið sem snýst um að draga verulega úr vernd hælisleitenda, allt í nafni skilvirkni kerfisins. Sjálfstæðisflokkurinn er nefnilega með skýra sýn á málaflokkinn þótt flokkarnir hafi gefist upp á að ná sameiginlegri sýn í stjórnarsáttmála.

Von um mannúðlegri útlendingastefnu má síns lítils meðan þessi staða ríkir.“