„Hvað sem fólki finnst um umræðuna um kórónuveiruna er ljóst að áhrifin af útbreiðslu veirunnar eru þegar orðin slík að stjórnvöld þurfa að bregðast við með mjög afgerandi hætti. Það dugar ekki lengur að fela sig á bak við sérfræðinga,“ skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins í Moggagrein í dag.
Hann sendir ráðherrum landsins tóninn: „Stjórnvöld eiga að sjálfsögðu að nýta ráð þeirra sem best þekkja til, leyfa stofnunum að rækja hlutverk sitt og byggja ákvarðanir á bestu fáanlegu upplýsingum. Við þær aðstæður sem nú hafa skapast þarf framlag ráðherra hins vegar að vera meira en að mæta sem áhorfendur á blaðamannafundi.“