- Advertisement -

Ráðherrar stigi upp af áhorfendabekkjunum

„Hvað sem fólki finnst um umræðuna um kór­ónu­veiruna er ljóst að áhrif­in af út­breiðslu veirunn­ar eru þegar orðin slík að stjórn­völd þurfa að bregðast við með mjög af­ger­andi hætti. Það dug­ar ekki leng­ur að fela sig á bak við sér­fræðinga,“ skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins í Moggagrein í dag.

Hann sendir ráðherrum landsins tóninn: „Stjórn­völd eiga að sjálf­sögðu að nýta ráð þeirra sem best þekkja til, leyfa stofn­un­um að rækja hlut­verk sitt og byggja ákv­arðanir á bestu fá­an­legu upp­lýs­ing­um. Við þær aðstæður sem nú hafa skap­ast þarf fram­lag ráðherra hins veg­ar að vera meira en að mæta sem áhorf­end­ur á blaðamanna­fundi.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: