- Advertisement -

Ráðherrar sem óttast embættisfólk

„Með sanni má segja að þessi hóp­ur sé eins kon­ar ríki í rík­inu.“

„Marg­ir ráðherr­ar virðast hrein­lega ótt­ast þetta heimaríka fólk.“

„Marg­ir ráðherr­ar virðast hrein­lega ótt­ast þetta heimaríka fólk og láta því und­an því, þegar taka þarf ákv­arðanir eða hrinda þegar tekn­um ákvörðunum í fram­kvæmd.“ Það er Jón Steinar Gunnlaugsson sem skrifar þetta í Moggann í dag.

Hann segist hafa, í starfi sínu sem lögmaður, komist að raun um; „…að í land­inu hafa starf­andi emb­ætt­is­menn í stjórn­ar­ráðinu og ýms­um öðrum stofn­un­um rík­is­ins miklu meiri völd en stjórn­skip­un okk­ar ger­ir ráð fyr­ir.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Með sanni má segja að þessi hóp­ur sé eins kon­ar ríki í rík­inu. Fjöl­mörg dæmi eru um að þeir hrein­lega stjórni í bága við vilja og fyr­ir­mæli yf­ir­manna sinna, sem eru auðvitað ráðherr­arn­ir sjálf­ir. Marg­ir ráðherr­ar virðast hrein­lega ótt­ast þetta heimaríka fólk og láta því und­an því, þegar taka þarf ákv­arðanir eða hrinda þegar tekn­um ákvörðunum í fram­kvæmd.“

„Ég leyfi mér því að skora á for­ystu­menn í stjórn­mál­um að taka nú hönd­um sam­an um um­bæt­ur með laga­setn­ingu á þessu mála­sviði. Þær myndu snerta hags­muni þeirra allra. Þeir gætu því sett til hliðar hana­slag­inn milli flokk­anna, þegar þeir tækju hönd­um sam­an um að sinna þessu verðuga verk­efni,“ skrifar Jón Steinar í lok greinarinnar, sem er mun lengri en það sem birtist hér.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: