- Advertisement -

Ráðherrar sem hóta flokksfólki

Svefngenglar skipa þingflokkinn.

Ráðherrabekkur Sjálfstæðisflokksins er ekki þéttsetinn. Þar eru Bjarni Benediktsson, Kristján Þór Júlíusson, Þórdís Kolbrún Gylfadóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson. Það eru fleiri en einn sem stunda þá ógeðfelldu iðju að hringja í fólk og hóta því, samkvæmt orðum Styrmis. En hvaða ráðherrar gera þetta? Bjarni? Kristján Þór? Þórdís Kolbrún? Guðlaugur Þór? Eða þau öll?

Styrmir segir svefngengla fylla þingflokk Sjálfstæðisflokksins.

„Um þess­ar mund­ir ganga þing­menn stjórn­ar­flokk­anna, alla vega tveggja þeirra, í svefni þegar kem­ur að orkupakka 3. Þeir virðast ekki gera sér nokkra grein fyr­ir hverj­ar af­leiðing­arn­ar geta orðið.“ „Svefn­gengl­ar er orð sem lýs­ir þeim sem hér koma við sögu vel.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hvernig varð samstaðan inn­an þing­flokka stjórn­ar­flokk­anna til í orkupakka­mál­inu?

Það sem hér stendur er sótt í grein Styrmis í Mogganum í dag. Þar segir einnig:

„Það hef­ur verið lær­dóms­ríkt að fylgj­ast með und­anslætti og úr­töl­um íslenzkra stjórn­mála­manna síðasta ára­tug þegar kem­ur að sam­skipt­um við Evr­ópu­sam­bandið og ýms­ar alþjóðleg­ar stofn­an­ir. Það ligg­ur nú orðið ljóst fyr­ir að for­ystu­sveit Sjálf­stæðis­flokks­ins var svo miður sín í hrun­inu, að hún stefndi að því að breyta af­stöðu flokks­ins til aðild­ar að ESB en gafst upp við það vegna mik­ill­ar and­stöðu al­mennra flokks­manna.

„…en auk þeirra sam­eig­in­legu hags­muna þurftu þeir líka að gæta eig­in hags­muna…“

Í marz 2015 hélt þáver­andi rík­is­stjórn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæðis­flokks því fram, að aðild­ar­um­sókn Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu hefði verið aft­ur­kölluð með einu bréfi. Þá þegar var þeirri staðhæf­ingu mót­mælt en fyr­ir nokkr­um vik­um sýndi Hjört­ur J. Guðmunds­son, blaðamaður hér á Morg­un­blaðinu, fram á það með óyggj­andi rök­um, hvað hafði gerzt. Ísland var tekið út af lista yfir „candidate state“ en er enn á lista yfir „applicant state“. Yfir bæði þessi hug­tök er á íslenzku notað orðið um­sókn­ar­ríki.

Það á hins veg­ar eft­ir að upp­lýsa, hvort ráðherr­ar þeirra tíma blekktu þjóðina vís­vit­andi eða hvort emb­ætt­is­menn blekktu ráðherr­ana.

Hvernig varð samstaðan inn­an þing­flokka stjórn­ar­flokk­anna til í orkupakka­mál­inu?

Því verður bezt lýst með orðum Christopher Clark, sem fyrr var vitnað til:

„…en auk þeirra sam­eig­in­legu hags­muna þurftu þeir líka að gæta eig­in hags­muna…“ Og þá er átt við póli­tíska eig­in­hags­muni.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: