Ráðherrabekkur Sjálfstæðisflokksins er ekki þéttsetinn. Þar eru Bjarni Benediktsson, Kristján Þór Júlíusson, Þórdís Kolbrún Gylfadóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson. Það eru fleiri en einn sem stunda þá ógeðfelldu iðju að hringja í fólk og hóta því, samkvæmt orðum Styrmis. En hvaða ráðherrar gera þetta? Bjarni? Kristján Þór? Þórdís Kolbrún? Guðlaugur Þór? Eða þau öll?
Styrmir segir svefngengla fylla þingflokk Sjálfstæðisflokksins.
„Um þessar mundir ganga þingmenn stjórnarflokkanna, alla vega tveggja þeirra, í svefni þegar kemur að orkupakka 3. Þeir virðast ekki gera sér nokkra grein fyrir hverjar afleiðingarnar geta orðið.“ „Svefngenglar er orð sem lýsir þeim sem hér koma við sögu vel.“
Hvernig varð samstaðan innan þingflokka stjórnarflokkanna til í orkupakkamálinu?
Það sem hér stendur er sótt í grein Styrmis í Mogganum í dag. Þar segir einnig:
„Það hefur verið lærdómsríkt að fylgjast með undanslætti og úrtölum íslenzkra stjórnmálamanna síðasta áratug þegar kemur að samskiptum við Evrópusambandið og ýmsar alþjóðlegar stofnanir. Það liggur nú orðið ljóst fyrir að forystusveit Sjálfstæðisflokksins var svo miður sín í hruninu, að hún stefndi að því að breyta afstöðu flokksins til aðildar að ESB en gafst upp við það vegna mikillar andstöðu almennra flokksmanna.
Í marz 2015 hélt þáverandi ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks því fram, að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu hefði verið afturkölluð með einu bréfi. Þá þegar var þeirri staðhæfingu mótmælt en fyrir nokkrum vikum sýndi Hjörtur J. Guðmundsson, blaðamaður hér á Morgunblaðinu, fram á það með óyggjandi rökum, hvað hafði gerzt. Ísland var tekið út af lista yfir „candidate state“ en er enn á lista yfir „applicant state“. Yfir bæði þessi hugtök er á íslenzku notað orðið umsóknarríki.
Það á hins vegar eftir að upplýsa, hvort ráðherrar þeirra tíma blekktu þjóðina vísvitandi eða hvort embættismenn blekktu ráðherrana.
Hvernig varð samstaðan innan þingflokka stjórnarflokkanna til í orkupakkamálinu?
Því verður bezt lýst með orðum Christopher Clark, sem fyrr var vitnað til:
„…en auk þeirra sameiginlegu hagsmuna þurftu þeir líka að gæta eigin hagsmuna…“ Og þá er átt við pólitíska eiginhagsmuni.“