- Advertisement -

Ráðherrar ráði sjálfir eigin afsögnum

Björgvin Guðmundsson.

Björgvin Guðmundsson skrifar: „Silfrinu í morgun var rætt um ábyrgð stjórnmálamanna og lítið traust, sem þjóðin ber til alþingis. Ungur varaþingmaður Viðreisnar, Sigríður María Egilsdóttir, flutti mjög skelegga ræðu á alþingi á dögunum og gagnrýndi þar harðlega, að stjórnmálamenn tækju ekki ábyrgð á eigin gerðum og þess vegna væri traust á alþingi í lágmarki. Hún vildi, að stjórnmálamenn öxluðu ábyrgð og segðu af sér eða bæðust afsökunar, ef þeir gerðu alvarleg mistök og brytu af sér.

En Brynjar Nielsson, helsti lögspekingur Sjálfstæðisflokksins og mikill hægri maður, var nú ekki aldeilis á þessum buxunum. Hann taldi, að ráðherrar ættu ekki að segja af sér þó þeim yrði á.

Spurt var hvenær þeir ættu að segja af sér. Hann svaraði, að þeir ættu að ákveða það sjálfir!

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þegar stjórnmálamenn hugsa svona er eðlilegt, að þjóðin beri lítið traust til þeirra. Og af þessum sökum er einnig eðlilegt að stjórnmálamenn sem svikið hafa stór loforð í kosningum aftur og aftur geti haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist.

Þetta leiðir einnig hugann að því, að ráðherrar hafa iðulega brotið stjórnarskrána og þegar vakin er athygli á því, þá svara hlutaðeigandi stjórnmálamenn einfaldlega: Menn fara þá bara í mál!


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: