Fréttir

Mögulegir ráðherrar minnihlutastjórnar

By Gunnar Smári Egilsson

December 28, 2020

Gunnar Smári skrifar:

Ef VG og Framsókn henda Sjálfstæðisflokknum út úr ríkisstjórn gegn stuðningi Pírata, Samfylkingar og Flokks fólksins við minnihlutastjórn þessara flokka, má ætla að flokkarnir skipti á milli sín ráðherraembættum Sjálfstæðisflokksins þannig að Framsókn fái tvö bitastæðari embætti en VG þrjú veigaminni.

Annað ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur gæti þá litið svona út:

Hluti af samkomulaginu við flokkanna sem verja stjórnina vantrausti gæti verið að þeir fengju forseta Alþingis.

Forseti Alþingis: Oddný Harðardóttir S

Með þessu myndu myndast skýrari línur í þinginu. Öðrum megin væru þessir flokkar: VG, Samfylkingin, Framsókn, Píratar, Flokkur fólksins og Andrés Ingi Jónsson með samtals 34 þingmenn. Hinum megin væri Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Viðreisn, sem kalla mætti auðvaldsflokka, með 29 þingmenn.Miðað við nýjustu könnun MMR myndu fyrrnefndu flokkarnir ásamt Sósíalistaflokknum fá 35 þingmenn en auðvaldsflokkarnir 28 þingmenn.Með því að mynda svona stjórn væru flokkarnir sem að henni stæðu að mynda valkost fyrir næstu kosningar, einskonar blokk frá miðju yfir til vinstri.Hér er gert ráð fyrir minnihlutastjórn VG og Framsóknar sem studd væri í örfáa mánuði af Pírötum, Samfylkingu og Flokki fólksins. Önnur útgáfa væri að kosið yrði í haust og að Samfylkingin gengi inn í ríkisstjórn sem studd væri af Pírötum og Flokki fólksins.

Slík ríkisstjórn gæti litið svona út:

Forseti Alþingis: Þórhildur Sunna Ævarsdóttir P (Tekur við af Steingrími J. Sigfússyni þegar hún kemur úr barneignarfríi)