Stjórnmál

Ráðherrar með og á móti sölu TF-SIF

By Miðjan

February 03, 2023

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, segist hafa frétt af áformum Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra, um að selja TF-SIF í fjölmiðlum á miðvikudag. Hann segir ákvörðunina slá sig illa. Hann segir að samráð hafi skort og að augljóslega þurfi að endurskoðuna ákvörðunina. Salan á vélinni sé ekki hagræðingarinnar virði. Hann gerir fastlega ráð fyrir því að málið verði rætt frekar innan ríkisstjórnarinnar.

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að rekstur eftirlitsvélar Landhelgisgæslunnar, TS-SIF, hafi verið undirfjármagnaður í mörg ár. Hann segir að Landhelgisgæslan sé í heildina undirfjármögnuð og að hann muni halda áfram að reyna að hagræða rekstri hennar.Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að rekstur eftirlitsvélar Landhelgisgæslunnar, TS-SIF, hafi verið undirfjármagnaður í mörg ár. Hann segir að Landhelgisgæslan sé í heildina undirfjármögnuð og að hann muni halda áfram að reyna að hagræða rekstri hennar.

Textinn er fenginn af ruv.is.