- Advertisement -

Ráðherrar fá ofgreitt

Björn Leví skrifar fína grein í Moggann í dag. Þar vekur hann athygli á afar sérstakri hefð sem hefur orðið til, eða verið búin til. Enn og aftur bendir Björn Leví á ofgreiðslur til þingmanna og eða ráðherra.

Björn Leví við ráðherrabíl Bjarna Benediktssonar.

„Ný­lega komst mál sem ég hef unnið að á þingi á næsta stig þegar fjár­málaráðuneytið til­kynnti á fundi fjár­laga­nefnd­ar að verið væri að end­ur­skoða regl­ur um dag­pen­inga. Ástæðan fyr­ir því er að ekki hef­ur verið farið eft­ir þeim regl­um frá því að þær voru sett­ar árið 2009. Hvorki ráðuneyti né skrif­stofa Alþing­is hef­ur fylgt regl­un­um þegar kem­ur að því að meta hlunn­indi sem ráðherr­ar og þing­menn fá í ferðum sín­um til út­landa. Af­leiðing­in er sú að þing­menn og ráðherr­ar fá of mikla dag­pen­inga greidda. Þetta hef­ur verið viður­kennt í svör­um við fyr­ir­spurn­um mín­um um ferðakostnað og dag­pen­inga ráðherra. Þar er svarað: „Ráðherra er ekið út á flug­völl í bif­reið ráðuneyt­is­ins þegar um er að ræða ferðir á veg­um ráðuneyt­is­ins. Dag­pen­ing­ar eru ekki skert­ir vegna ferða í ráðherra­bif­reið út á flug­völl“ en í regl­um um ferðakostnað seg­ir: „Af dag­pen­ing­um ber að greiða all­an venju­leg­an ferðakostnað ann­an en far­gjöld svo sem ferðakostnað að og frá flug­völl­um.“ Ráðherra fær sem sagt bæði dag­pen­inga fyr­ir ferðakostnað og frítt far í ráðherra­bíl.

Í svari for­sæt­is­ráðherra við sömu fyr­ir­spurn er mjög áhuga­vert svar: „Hefð hef­ur ekki skap­ast fyr­ir því að leggja sér­stakt mat á um­fangið þannig að það hafi leitt til frá­drátt­ar frá al­menn­um dag­pen­inga­greiðslum.“ Það á ekki að þurfa að mynd­ast hefð fyr­ir því að fara eft­ir lög­um og regl­um.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Svar Alþing­is við þessu öllu er: „Starfs­menn fjár­mála­skrif­stofu hafa ekki for­send­ur til þess að leggja fjár­hags­legt mat á slík hlunn­indi frá þriðja aðila.“ Samt er hægt að leggja mat á það hver upp­hæð dag­pen­inga á að vera. Af hverju er þá svona erfitt að meta hversu mik­il hlunn­indi þing­menn og ráðherr­ar fá? „Ferð á flug­völl, 5.500 kr. með flugrút­unni, hérna eru dag­pen­ing­ar fyr­ir því. Fékkstu far á ráðherra­bíln­um? End­ur­greiddu 5.500 kr., takk.“. Mikið var þetta nú erfitt.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: