Gunnar Smári skrifar:
Hvernig á að túlka það sem ráðherrann segir? „Ég auðvitað geri þá kröfu að fyrirtæki fylgi sínum eigin öryggisáætlunum. Ég vil fyrst fá að vita hvort það hafi verið gert, áður en þeirri spurningu er varpað á stjórnvöld hvort regluverkið sé nægjanlega skýrt.“ Þetta merkir að við erum með ráðherra frá Sjálfstæðisflokknum sem telur að fyrirtæki að fyrst og síðast hafa eftirlit með sjálfri sér. Hún þykist ekki skilja kröfuna um að það sé hlutverk hins opinbera, að hafa eftirlit fyrir hönd almennings og neytenda, jafnvel þótt ríkisvaldið gefi út ferðaskrifstofuleyfi fyrir Mountaineers of Iceland sem önnur sambærileg fyrirtæki.
Ráðherrann talar um ábyrgð ferðaskrifstofufyrirtækja en ekkert um sína ábyrgð. Hér virðist vera á ferðinni dæmi um frjálshyggju-heilaþvott sem hefur gengið of langt, það hefur verið eytt úr heilabúi ráðherrans hvert hlutverk ríkisvaldsins er. Sem skýrir margt um fullkomið verkleysi þessa ráðherra, sem hefur tekist að vera ráðherra ferðamála á mestum sveiflutíma nokkurrar atvinnugreinar (uppbyggingu, áföllum, vanþroska, gjaldþrotum) í sögunni án þess að gera nokkurn skapað hlut. Ráðherrann virðist því ekki haldinn hefðbundnum verk- og ákvörðunarkvíða heldur virðast þær heilastöðvar sem sinna eigi viðbrögðum, áætlunum og framkvæmd hafa verið þurrkaðar út.